Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna

27.mar.2023

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 1. apríl í Hinu húsinu í Reykjavík. Allir framhaldsskólar landsins geta sent einn keppenda fyrir sína hönd. FAS hefur oft tekið þátt í söngkeppninni og svo er einnig nú. Það er hún Isabella Tigist sem verður okkar fulltrúi að þessu sinni. Hún ætlar að flytja lagið „All the pretty girls“ sem hljómsveitin Kaleo samdi fyrir nokkrum árum. Að þessu sinni eiga 28 skólar fulltrúa í keppninni.

Keppnin á laugardaginn hefst klukkan 19 og um leið hefst símakosning. Við hvetjum alla til að fylgjast með keppninni en henni verður streymt á Stöð2/Vísi. Við vitum ekki enn hvaða símanúmer Isabella Tigist fær en við munum að sjálfsögðu uppfæra fréttina þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Isabella Tigist er að vonum spennt að taka þátt og auðvitað óskum við henni góðs gengis.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...